Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 14:04 Hraun í öskju Mauna Loa sést á vefmyndavél Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna í nótt. AP/Eldfjallaeftirlit bandarísku jarðfræðistofnunarinnar á Havaí Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum. Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018. Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum. Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022 Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum. Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018. Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum. Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira