Hlutleysi veitir enga vörn Hjörtur J Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2022 17:31 Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng ófárra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur í því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur aftur aukizt á undanförnum árum eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið í lok febrúar á þessu ári. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta ekki talizt nokkrar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng ófárra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur í því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur aftur aukizt á undanförnum árum eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið í lok febrúar á þessu ári. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta ekki talizt nokkrar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun