„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 09:31 Kristján Örn Kristjánsson verður að líkindum ekki með í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira