Sandkassahugarfarið á þingi kemur Jóhanni Páli á óvart Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 15:13 Jóhann Páll segir stjórnarandstöðun hafa þrástagast á þessu réttlætismáli, hafa haldið ræðu eftir ræðu en allt kom fyrir ekki. Meirihlutinn taldi þetta tóma tjöru og felldi tillöguna, sömu tillögu og nú lítur dagsins ljós, í nafni meirihlutans. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók sæti á Alþingi í fyrra. Hann segir leikjafræðina á þinginu á leikskólastigi. Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“ Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“
Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira