„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 16:31 Kelsey Plum varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu á dögunum aðeins nokkrum vikum eftir að hún varð WNBA-meistari. Getty/Mark Metcalfe Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira