Er betra að „veifa röngu tré en öngvu“? Erna Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:31 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar