Er betra að „veifa röngu tré en öngvu“? Erna Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:31 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 30. nóvember. Verðbólgan var þar til umfjöllunar og komið inn á samanburð verðþróun matvæla við nágrannalöndin. Því miður stóðst framkvæmdstjórinn ekki þá freistingu að senda innlendum matvælaframleiðendum sneið fyrir að leggja verðbólgudraugnum fóður meðan hann hrósaði sér og sínum fyrir góða frammistöðu. Fullyrti hann að innlendar matvörur ættu drjúgan hlut í verðbólgu undangenginna mánaða. Það er vissulega rétt hjá framkvæmdastjóranum að verðbólga hér á landi er ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir. Hátt orkuverð og matvælaverð eru drifkraftur verðbólgu í nágranna löndunum. En til að varpa frekara ljósi á fullyrðingar framkvæmdastjórans um hækkanir á búvöruverði hér á landi og áhrif á verðbólgu til samanburðar við það sem gerist í nágrannalöndum má bera saman hækkanir á matvælaverði á Íslandi og í Danmörku. Samanburðurinn miðast við október mánuð þar sem danska Hagstofan hefur ekki birt niðurstöður fyrir nóvember. Í stuttu máli þá nam hækkun á matvöruverði frá október 2021 til október 2022 9,7% hér á landi en 16,5% í Danmörku. Á sama tíma nam hækkun vísitölu neysluverðs 11,4% í Danmörku en 9,4% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist hækkun á verði á kjöti 17,7% á Íslandi en 18% í Danmörku. Mjólk ostar og egg hækkuðu um 12,1% hér á landi en 25,3% í Danmörku. Þar sem smjör telst til flokksins olíur og feitmeti má geta þess að munurinn þar er enn meiri eða 11,1% hækkun á Íslandi en 37,8% í Danmörku. Getum við ekki bara verið sammála um að á heildina litið hafi innlend matvælaframleiðsla og innflytjendur staðið sig í að halda aftur af hækkunum á matvælaverði í þeim ólgusjó sem ríkt hefur undanfarna mánuði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun