Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um kókaínbjörninn mætt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 13:21 Kókaínbjörninn í allri sinni dýrð. Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Cocaine Bear, á íslensku kókaínbjörninn, var birt í gær. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um svartbjörn sem étur mikið magn af kókaíni. Myndin er leikstýrð af Elizabeth Banks en mun þetta vera fjórða kvikmynd hennar. Hún leikstýrði einnig kvikmyndum á borð við Pitch Perfect 2 og Charlie's Angels. Þá hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þáttum, meðal annars Modern Family, Hunger Games og 30 Rock. Kvikmyndin fjallar um björn sem finnur kókaín sem kastað hafði verið úr flugvél. Hann étur kókaínið og fer að myrða fólk í skóginum þar sem hann býr. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómi mjög hæpinn og ótrúverðugur er hann byggður á sannsögulegum atburðum. Árið 1985 fóru rannsóknarlögreglumenn í ferð í Chattahoochee-Oconee skóginn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum til að leita að kókaíni sem smyglarar höfðu kastað úr flugvél. Samtals höfðu smyglararnir kastað fjörutíu kílóum af kókaíni úr vélinni og var götuvirði efnanna á þeim tíma tuttugu milljónir dollara, rúmir 2,8 milljarðar íslenskra króna. Við leitina fannst stór svartbjörn sem hafði drepist. Í ljós kom að hann hafði étið kókaínið og fengið hjartaáfall. Fyrstu stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér fyrir ofan en með hlutverk myndarinnar fara Ray heitinn Liotta sem lést fyrr á árinu, Keri Russell,Margo Martindale, O'Shea Jackson Jr, Jesse Tyler Ferguson og Alden Ehrenreich. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Dýr Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Myndin er leikstýrð af Elizabeth Banks en mun þetta vera fjórða kvikmynd hennar. Hún leikstýrði einnig kvikmyndum á borð við Pitch Perfect 2 og Charlie's Angels. Þá hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þáttum, meðal annars Modern Family, Hunger Games og 30 Rock. Kvikmyndin fjallar um björn sem finnur kókaín sem kastað hafði verið úr flugvél. Hann étur kókaínið og fer að myrða fólk í skóginum þar sem hann býr. Þrátt fyrir að söguþráðurinn hljómi mjög hæpinn og ótrúverðugur er hann byggður á sannsögulegum atburðum. Árið 1985 fóru rannsóknarlögreglumenn í ferð í Chattahoochee-Oconee skóginn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum til að leita að kókaíni sem smyglarar höfðu kastað úr flugvél. Samtals höfðu smyglararnir kastað fjörutíu kílóum af kókaíni úr vélinni og var götuvirði efnanna á þeim tíma tuttugu milljónir dollara, rúmir 2,8 milljarðar íslenskra króna. Við leitina fannst stór svartbjörn sem hafði drepist. Í ljós kom að hann hafði étið kókaínið og fengið hjartaáfall. Fyrstu stiklu kvikmyndarinnar má sjá hér fyrir ofan en með hlutverk myndarinnar fara Ray heitinn Liotta sem lést fyrr á árinu, Keri Russell,Margo Martindale, O'Shea Jackson Jr, Jesse Tyler Ferguson og Alden Ehrenreich.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Dýr Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein