Ræður raforkukerfið við orkuskipti? Haukur Ásberg Hilmarsson og Kristinn Arnar Ormsson skrifa 2. desember 2022 10:31 Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar