„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2022 19:01 Reykjavíkurborg er í ákveðnum rekstrarvanda. vísir/vilhelm Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað 92 hagræðingaaðgerðir sem alls eiga að skila borginni á annan milljarð. Til dæmis á að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Spara á tíu milljónir með frestun á ráðningu í laus stöðugildi á skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara. Fimmtán milljónir koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs og þá er útlit fyrir að þeir unglingar Vinnuskólans í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni fagnar hagræðingu en finnst ekki nóg gert. „Þau hafa kynnt fjölmargar tillögur sem samanlagt munu skila hagræðingu upp á rétt rúman milljarð. Þetta er svolítið magn umfram gæði finnst mér. Mér finnst kroppað í hér og þar, máttlaust og huglaust. Ég hefði viljað sjá djarfari og stærri aðgerðir í þessu árferði,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ákveðin skekkja sé í hagræðingum. „En við sjáum til að mynda að ein af umfangsmestu aðgerðunum er að skera niður mat til leikskólabarna um hundrað milljónir en það er lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og í ráðhúsinu þannig það er ákveðin skekkja í þessu. Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu.“ Hildur vill mun frekar ráðast í eignasölu og minnka yfirbygginguna. Starfsmönnum borgarinnar hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. „Það er til að mynda hérna í miðlægri stjórnsýslu rekin upplýsingadeild sem kostar um 85 milljónir árlega og við munum leggja til niðurskurð á henni. Við sjáum líka að á sama tíma og leikskólum er gert að halda að sér höndum í mannaráðningum þá er mest starfsmannafjölgun á næsta ári í miðlægri stjórnsýslu. Það er hérna í ráðhúsinu, skrifstofum í ráðhúsinu. Þar er þrettán prósent fjölgun.“ Leikskólastjórar í Reykjavík segja að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna. Þetta kemur fram í bréfi til skóla og frístundasviðs þar sem hlutfall fjárframlags borgarinnar til sviðsins er gagnrýnt en einn tíundi af þeirri fjárhæð sem renna á til leikskóla fari til skóla- og frístundasviðs. „Við sjáum að það er ekki gerð krafa um að fækka starfsfólki á sviðinu en á sama tíma hafa allir leikskólastjórar fengið bréf um að halda að sér höndum í mannaráðningum. Það hafa komið fréttir og fréttatilkynningar frá skóla- og frístundasviði um að leikskólar séu yfirmannaðir. Manni finnst þetta bara dónalegt sem foreldri barna og allir foreldrar, ömmur og afar sem vita að þeir eru ekki yfirmannaðir.“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira