„Ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 17:29 Carmen Jóhannsdóttir segist vona að dómurinn hvetji aðra til að leita réttar síns. Raul Baldera Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur mat það sem svo að það hafi verið sannað, gegn neitun Jóns, að hann hafi strokið á rassi Carmenar Jóhannsdóttur. Carmen kveðst fagna dóminum, þó hún hafi ekki búist við sakfellingu. Jón Baldvin var fyrst ákærður árið 2019 fyrir að hafa káfað á Carmen á heimili sínu á Granada á Spáni í júní 2018 en var sýknaður í Héraðsdómur Reykjavíkur fyrir rúmu ári. Landsréttur sneri þeim dómi við í dag og dæmdi Jón jafnframt til greiðslu alls sakar- og áfrýjunarkostnaðar. Verjandi Jóns segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sjálf er Carmen stödd erlendis og var því ekki viðstödd þegar dómurinn féll í dag. Hún var þó búin að melta niðurstöðuna þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. „Þetta er mjög mikið fagnaðarefni. Ég veit að þetta er ekki þungur dómur en bara það að hann hafi verið dæmdur, eins og ég segi ég átti ekki von á því, ef ég á að vera hreinskilin. En ég er mjög ánægð,“ segir hún. „Þetta er búið að vera langt ferli og þetta er náttúrulega búið að dæma í þessu einu sinni áður. En ég verð að segja að ég er mjög ánægð með þetta, ég er ánægð með þennan sigur, ekki bara fyrir mig heldur fyrir alla sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins,“ segir Carmen. „Vonandi setur þetta bara fordæmi fyrir aðra dómara og lögfræðinga. Líka bara fyrir fólk sem hefur ekki haft hug í sér eða getu til að sækja rétt sinn, að gera það, að það sé þess virði þó það sé erfitt. Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði,“ segir hún enn fremur. Móðir Carmenar hafi staðið við framburð sinn er varðaði atvikið Málinu var skotið til Landsréttar þann 26. nóvember 2021 eftir að dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 8. nóvember 2021. Héraðsdómur sýknaði Jón Baldvin og vísaði til þess að vitnisburður Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Á sama tíma hafði neitun Jóns fengið stoð í vitnisburði Bryndísar og nágrannakonu þeirra. Í dómi Landsréttar kemur fram að bæði Jón og Carmen, auk móðir Carmenar og Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakona þeirra hjóna, hafi gefið viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti og bar þeim öllum saman um að undir borðhaldinu hafi Laufey sakað Jón Baldvin um að hafa káfað á dóttur sinni og krafið hann um afsökunarbeiðni fyrir hennar hönd. Þá hafi Jón Baldvin vísað þeirri ásökun á bug og ekkert viljað kannast við háttsemina. Þó framburður Laufeyjar hafi tekið einhverjum breytingum um það sem átti sér stað fyrir atvikið segir í dómi Landsréttar að hún hafi allt frá því að hún bar Jón Baldvin sökum staðið við framburð sinn um að hann hafi káfað á rassi Carmenar á meðan hún var að skenkja víni í glös. Þá fékk framburður Carmenar stoð í framburði unnusta síns, vinkonu og systur, sem hún ræddi við eftir að hafa gengið frá borði skömmu eftir atvikið. Á móti kom að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, bar fyrir að hann hafi ekki framið brotið auk þess sem nágranni og vinkona þeirra hjóna kannaðist ekki við að hann hafi sýnt af sér þá háttsemi sem hann var sakaður um. Landsréttur mat þó framburð þeirra sem svo að ekki væri útilokað að Jón Baldvin hefði sýnt af sér hina ætluðu háttsemi þó þau hafi ekkert séð. Ekkert sem bendir til að mæðgurnar hafi viljað Jóni illt Í dómnum er vísað til þess að Carmen hafi ekkert þekkt Jón Baldvin áður en atvikið átti sér stað. Ekkert haldbært hafi komið fram sem að benti til þess að Carmen eða móðir hennar hafi viljað Jóni Baldvini illt, líkt og Jón Baldvin velti upp við meðferð málsins. Þá hafi sú staðreynd að Carmen hafi ekki kært fyrr en í febrúar 2019 ekki dregið úr trúverðugleika framburðar hennar né að hún hafi ekki með vissu geta sagt til um hversu oft Jón Baldvin strauk á henni rassinn. „Þegar allt framangreint er virt heildstætt þykir ákæruvaldið hafa fært á það sönnur, annars vegar með trúverðugum framburði brotaþola og því sem honum er til stuðnings samkvæmt áður sögðu, og hins vegar með vætti móður hennar, gegn neitun ákærða, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr.109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir strokið utan klæða upp og niður eftir rassi brotaþola,“ segir í dóminum. Ákvað Landsréttur því að hæfileg refsing væri ákveðin tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og var honum gert að greiða allan sakar- og áfrýjunarkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, alls rúm 1,1 milljón króna. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. 11. október 2021 08:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Jón Baldvin var fyrst ákærður árið 2019 fyrir að hafa káfað á Carmen á heimili sínu á Granada á Spáni í júní 2018 en var sýknaður í Héraðsdómur Reykjavíkur fyrir rúmu ári. Landsréttur sneri þeim dómi við í dag og dæmdi Jón jafnframt til greiðslu alls sakar- og áfrýjunarkostnaðar. Verjandi Jóns segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sjálf er Carmen stödd erlendis og var því ekki viðstödd þegar dómurinn féll í dag. Hún var þó búin að melta niðurstöðuna þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. „Þetta er mjög mikið fagnaðarefni. Ég veit að þetta er ekki þungur dómur en bara það að hann hafi verið dæmdur, eins og ég segi ég átti ekki von á því, ef ég á að vera hreinskilin. En ég er mjög ánægð,“ segir hún. „Þetta er búið að vera langt ferli og þetta er náttúrulega búið að dæma í þessu einu sinni áður. En ég verð að segja að ég er mjög ánægð með þetta, ég er ánægð með þennan sigur, ekki bara fyrir mig heldur fyrir alla sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins,“ segir Carmen. „Vonandi setur þetta bara fordæmi fyrir aðra dómara og lögfræðinga. Líka bara fyrir fólk sem hefur ekki haft hug í sér eða getu til að sækja rétt sinn, að gera það, að það sé þess virði þó það sé erfitt. Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði,“ segir hún enn fremur. Móðir Carmenar hafi staðið við framburð sinn er varðaði atvikið Málinu var skotið til Landsréttar þann 26. nóvember 2021 eftir að dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 8. nóvember 2021. Héraðsdómur sýknaði Jón Baldvin og vísaði til þess að vitnisburður Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, móður Carmenar, hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Á sama tíma hafði neitun Jóns fengið stoð í vitnisburði Bryndísar og nágrannakonu þeirra. Í dómi Landsréttar kemur fram að bæði Jón og Carmen, auk móðir Carmenar og Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, og nágrannakona þeirra hjóna, hafi gefið viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti og bar þeim öllum saman um að undir borðhaldinu hafi Laufey sakað Jón Baldvin um að hafa káfað á dóttur sinni og krafið hann um afsökunarbeiðni fyrir hennar hönd. Þá hafi Jón Baldvin vísað þeirri ásökun á bug og ekkert viljað kannast við háttsemina. Þó framburður Laufeyjar hafi tekið einhverjum breytingum um það sem átti sér stað fyrir atvikið segir í dómi Landsréttar að hún hafi allt frá því að hún bar Jón Baldvin sökum staðið við framburð sinn um að hann hafi káfað á rassi Carmenar á meðan hún var að skenkja víni í glös. Þá fékk framburður Carmenar stoð í framburði unnusta síns, vinkonu og systur, sem hún ræddi við eftir að hafa gengið frá borði skömmu eftir atvikið. Á móti kom að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, bar fyrir að hann hafi ekki framið brotið auk þess sem nágranni og vinkona þeirra hjóna kannaðist ekki við að hann hafi sýnt af sér þá háttsemi sem hann var sakaður um. Landsréttur mat þó framburð þeirra sem svo að ekki væri útilokað að Jón Baldvin hefði sýnt af sér hina ætluðu háttsemi þó þau hafi ekkert séð. Ekkert sem bendir til að mæðgurnar hafi viljað Jóni illt Í dómnum er vísað til þess að Carmen hafi ekkert þekkt Jón Baldvin áður en atvikið átti sér stað. Ekkert haldbært hafi komið fram sem að benti til þess að Carmen eða móðir hennar hafi viljað Jóni Baldvini illt, líkt og Jón Baldvin velti upp við meðferð málsins. Þá hafi sú staðreynd að Carmen hafi ekki kært fyrr en í febrúar 2019 ekki dregið úr trúverðugleika framburðar hennar né að hún hafi ekki með vissu geta sagt til um hversu oft Jón Baldvin strauk á henni rassinn. „Þegar allt framangreint er virt heildstætt þykir ákæruvaldið hafa fært á það sönnur, annars vegar með trúverðugum framburði brotaþola og því sem honum er til stuðnings samkvæmt áður sögðu, og hins vegar með vætti móður hennar, gegn neitun ákærða, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr.109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir strokið utan klæða upp og niður eftir rassi brotaþola,“ segir í dóminum. Ákvað Landsréttur því að hæfileg refsing væri ákveðin tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og var honum gert að greiða allan sakar- og áfrýjunarkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, alls rúm 1,1 milljón króna.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. 11. október 2021 08:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10
Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. 11. október 2021 08:40