Á þriðja þúsund biðla til borgaryfirvalda: Siglunes miklu meira en bara siglingakennsla Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 22:23 Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi segir samfélagið í kringum siglingafélagið slegið og hvetur borgaryfirvöld eindregið til að endurskoða ákvörðun um að leggja starfsemina niður. Vísir/Steingrímur Dúi Á þriðja þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem markmiðið er að Bjarga siglingamiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík, sem á að leggja með öllu niður vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Sigluness segir siglingasamfélagið slegið yfir ákvörðuninni. Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina. Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina.
Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08