Í frétt mbl.is segir að lögregla og rannsóknarnefnd sjóslysa hafið þegar hafið rannsókn á slysinu en ekki sé vitað hvað varð til þess að skipverjinn féll fyrir borð.
„Skip og þyrlur Landhelgisgæslunnar, skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, auk skipa á vegum margra útgerða hafa tekið þátt í leitinni að hinum týnda sjómanni og er öllum viðkomandi aðilum færðar dýpstu þakkir.
Vísir hf. óskar eindregið eftir því að friðhelgi fjölskyldu sjómannsins, áhafnar og aðstandenda verði virt á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningunni frá Vísi hf.
Fréttastofa greindi frá því í gær að leit að sjómanninum hefði verið hætt á tíunda tímanum í gærkvöldi. Varðskipið Þór yrði á svæðinu í nótt og áhöfn hefja leit á ný í birtingu.
Leitað var að manninum í allan gærdag, bæði af skipum og úr þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Leitin fór fram á stóru svæði um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga, að því er kom fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.