Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 09:48 Arnarlax var sektað um 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldum um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vísað til þess að um 80 þúsund norskir eldislaxar hafi sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum en íslenski laxastofninn telji um 50 þúsund laxa. Um sé að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“ sem muni hafa alvarleg erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi. „Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni,“ segir í tilkynningunni. Erfðamengun villtra stofna sé „óafturkræft umhverfisslys“. Þá séu um 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og veiðin skapi margfalt fleiri störf en sjókvíaeldið muni nokkurn tímann gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemi 13,5 milljörðum króna árlega. Samtökin spyrja að því af hverju stjórnvöld á Íslandi séu að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar. „Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld. Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í fjörðum landsins.“ Samtökin og fyrirtækin sem um ræðir eru: NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan. Fiskeldi Umhverfismál Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vísað til þess að um 80 þúsund norskir eldislaxar hafi sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum en íslenski laxastofninn telji um 50 þúsund laxa. Um sé að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“ sem muni hafa alvarleg erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi. „Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni,“ segir í tilkynningunni. Erfðamengun villtra stofna sé „óafturkræft umhverfisslys“. Þá séu um 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og veiðin skapi margfalt fleiri störf en sjókvíaeldið muni nokkurn tímann gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemi 13,5 milljörðum króna árlega. Samtökin spyrja að því af hverju stjórnvöld á Íslandi séu að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar. „Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld. Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í fjörðum landsins.“ Samtökin og fyrirtækin sem um ræðir eru: NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan.
Fiskeldi Umhverfismál Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05
Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00