Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2022 10:50 Leit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita að skipverjanum heldur áfram í dag. Vísir/Vilhelm Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. Leit hefur staðið yfir að manni sem féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf í Grindavík, síðan á laugardag. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitir og fiskiskip og -bátar frá svæðinu hafa tekið þátt í leitinni um helgina. „Leit að skipverjanum hófst aftur í birtingu. Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt og kemur til með að leita áfram í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Auk þyrlu og varðskips muni björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Landsbjörgu taka þátt í leitinni í dag. „Leitarsvæðið hefur verið stækkað frá því í gær. Í gær vorum við að vinna á svæði sem eru 10x10 sjómílur, í radíus 25 sjómílum út frá Garðskaga. Í dag erum við að vinna með svæði sem eru 18x18 sjómílur þannig að við höfum stækkað leitarsvæðið frá því í gær,“ segir Ásgeir. „Í gær voru, þegar mest var, þrettán skip við leitina. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ásamt fiskiskipum og -bátum á svæðinu og svo flaug þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis eftir hádegi og var þar við leit.“ Vel viðri til leitar í dag og staðan verði tekin eftir daginn. „Við munum nýta daginn, það viðrar vel til leitar í dag. Sjólag er gott, veðrið er gott. Svo munum við taka stöðuna eftir daginn í dag en munum nýta daginn til leitar.“ Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Samgönguslys Tengdar fréttir Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Leit hefur staðið yfir að manni sem féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf í Grindavík, síðan á laugardag. Varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, Björgunarsveitir og fiskiskip og -bátar frá svæðinu hafa tekið þátt í leitinni um helgina. „Leit að skipverjanum hófst aftur í birtingu. Varðskipið Þór var á svæðinu í nótt og kemur til með að leita áfram í dag ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Auk þyrlu og varðskips muni björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Landsbjörgu taka þátt í leitinni í dag. „Leitarsvæðið hefur verið stækkað frá því í gær. Í gær vorum við að vinna á svæði sem eru 10x10 sjómílur, í radíus 25 sjómílum út frá Garðskaga. Í dag erum við að vinna með svæði sem eru 18x18 sjómílur þannig að við höfum stækkað leitarsvæðið frá því í gær,“ segir Ásgeir. „Í gær voru, þegar mest var, þrettán skip við leitina. Varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ásamt fiskiskipum og -bátum á svæðinu og svo flaug þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis eftir hádegi og var þar við leit.“ Vel viðri til leitar í dag og staðan verði tekin eftir daginn. „Við munum nýta daginn, það viðrar vel til leitar í dag. Sjólag er gott, veðrið er gott. Svo munum við taka stöðuna eftir daginn í dag en munum nýta daginn til leitar.“
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Samgönguslys Tengdar fréttir Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44 Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47
Hefja leit að nýju við birtingu Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu. 4. desember 2022 22:44
Þyrlur hættar leit en skip halda áfram fram eftir kvöldi Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur. 4. desember 2022 18:28