Frá þessu er greint á vefnum Handbolti.is. Þar kemur fram að Viktor Gísli hafi staðfest meiðslin en viti þó ekki hversu lengi hann verði frá.
„Ég fékk mjög slæmt högg og er aumur í dag. Meira er ekki vitað sem stendur. Ég hitti lækni síðar í dag,“ segir á vefnum. Viktor Gísli meiddist á olnboga nú í haust og missti til að mynda af landsleikjum Íslands við Ísrael og Eistland í október. Hans, og íslenska landsliðsins vegna, eru meiðslin vonandi ekki svo alvarleg að þessu sinni.
Nantes vann öruggan sjö marka sigur á Grétari Ara Guðjónssyni og félögum í Sélstat um helgina, lokatölur 31-24. Líkt og í undanförnum leikjum var Viktor Gísli einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn hafði hann varið tólf skot og var með 48 prósent markvörslu.
— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) December 5, 2022
Viktor Hallgrimsson a arrêté 4 8 % des tirs adverses #LiquiMolyStarLigue pic.twitter.com/LffoW4ovEz
Viktor Gísli hefur spilað það vel undanfarnar vikur að aðdáendur Kiel eru þegar farnir að telja niður dagana þangað til hann verður samningslaus, sumarið 2025.