Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 15:45 Tilraunaverkefnið varð til í kjölfar kjarasamninga árið 2019-2020. Fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar fékk KPMG til að vinna stöðumat um verkefnið. Vísir/Vilhelm Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Í kjölfar kjarasamninga 2019-2020 hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Helsta markmiðið var sagt umbætur í starfsemi stofnana en breytingarnar áttu ekki að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu, né leiða til breytinga á launum eða launakostnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni sem meta á fyrir lok samningstímans. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um skýrsluna í dag. Hann sagði meðal annars að farið yrði í að brýna fyrir stofnunum að viðhalda skilvirkni og gæðum samhliða styttingu vinnutímans. Í skýrslu KPMG segir að flestar stofnanir telji að heimsfaraldur kórónuveiru hafi hrint af stað hröðum breytingum og nýjum viðhorfum í menningu og starfsemi hins opinbera. Innleiðing vinnutímabreytinga og hámarksstytting hafi þar af leiðandi verið töluvert auðveldari þar sem stofnanir voru knúnar til að breyta mörgu hjá sér t.d. með breyttri fundarmenningu, fjarfundum, fjarvinnu og því hvernig starfsumhverfi er skilgreint. Starfsfólk stofnana er almennt ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið með innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki hækkað launakostnað þeirra 30 stofnana sem stöðumatið nær til. Einnig er þó bent á ýmis tækifæri til úrbóta og betri framkvæmdar verkefnisins. Þannig er nefnt að meirihluti stofnana hafi farið strax í hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgt væri eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Í ríkiskerfinu skorti árangurs- og framleiðnimælingar og almennt þurfi að skerpa á markmiðasetningu og auka yfirsýn stjórnenda á mælikvörðum og gæðum þjónustu og innleiða verklag í því sambandi. Þá er það mat KPMG að stofnanir séu margar hverjar hvorki af þeirri stærð, né hafi mannauð og skipulag til að takast á við jafn viðamiklar breytingar og verkefnið betri vinnutími gerir kröfur um. Knappur undirbúningstími hafi ekki hjálpað til og stofnanir ekki náð fyllilega að knýja fram umbætur áður en vinnutímabreytingarnar komu til framkvæmda. Í skýrslunni eru eftirfarandi tækifæri til umbóta dregin fram: bætt nýting verkfæra um opinber fjármál aukinn stuðningur við stofnanir efld árangursstjórnun og eftirfylgni ráðuneyta samstillt rekstrarmódel með aukinni skilvirkni og samræmingu í stofnanakerfinu aukin áhersla á þjónustu og virðisaukandi starfsemi Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ætla að nýta niðurstöður stöðumatsins við næstu kjarasamningsgerð ásamt því að leggja áfram á það áherslu að styrkja stofnanakerfið og gera það burðugra til þess að sinna sínum kjarnaverkefnum. Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45 Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Í kjölfar kjarasamninga 2019-2020 hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Helsta markmiðið var sagt umbætur í starfsemi stofnana en breytingarnar áttu ekki að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu, né leiða til breytinga á launum eða launakostnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni sem meta á fyrir lok samningstímans. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um skýrsluna í dag. Hann sagði meðal annars að farið yrði í að brýna fyrir stofnunum að viðhalda skilvirkni og gæðum samhliða styttingu vinnutímans. Í skýrslu KPMG segir að flestar stofnanir telji að heimsfaraldur kórónuveiru hafi hrint af stað hröðum breytingum og nýjum viðhorfum í menningu og starfsemi hins opinbera. Innleiðing vinnutímabreytinga og hámarksstytting hafi þar af leiðandi verið töluvert auðveldari þar sem stofnanir voru knúnar til að breyta mörgu hjá sér t.d. með breyttri fundarmenningu, fjarfundum, fjarvinnu og því hvernig starfsumhverfi er skilgreint. Starfsfólk stofnana er almennt ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið með innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki hækkað launakostnað þeirra 30 stofnana sem stöðumatið nær til. Einnig er þó bent á ýmis tækifæri til úrbóta og betri framkvæmdar verkefnisins. Þannig er nefnt að meirihluti stofnana hafi farið strax í hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgt væri eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Í ríkiskerfinu skorti árangurs- og framleiðnimælingar og almennt þurfi að skerpa á markmiðasetningu og auka yfirsýn stjórnenda á mælikvörðum og gæðum þjónustu og innleiða verklag í því sambandi. Þá er það mat KPMG að stofnanir séu margar hverjar hvorki af þeirri stærð, né hafi mannauð og skipulag til að takast á við jafn viðamiklar breytingar og verkefnið betri vinnutími gerir kröfur um. Knappur undirbúningstími hafi ekki hjálpað til og stofnanir ekki náð fyllilega að knýja fram umbætur áður en vinnutímabreytingarnar komu til framkvæmda. Í skýrslunni eru eftirfarandi tækifæri til umbóta dregin fram: bætt nýting verkfæra um opinber fjármál aukinn stuðningur við stofnanir efld árangursstjórnun og eftirfylgni ráðuneyta samstillt rekstrarmódel með aukinni skilvirkni og samræmingu í stofnanakerfinu aukin áhersla á þjónustu og virðisaukandi starfsemi Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ætla að nýta niðurstöður stöðumatsins við næstu kjarasamningsgerð ásamt því að leggja áfram á það áherslu að styrkja stofnanakerfið og gera það burðugra til þess að sinna sínum kjarnaverkefnum. Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal
Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45 Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1. september 2022 06:45
Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. 25. ágúst 2022 11:00
Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. 15. júní 2022 22:47