Máttugur Mitchell og glæsilegur Dončić leiddu lið sín til sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 10:31 Leikmenn Los Angeles Lakers áttu engin svör gegn Donavan Mitchell í nótt. Jason Miller/Getty Images Aðeins fóru þrír leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Segja má að Donavan Mitchell, leikmaður Cleveland Cavaliers, og Luka Dončić, leikmaður Dallas Mavericks, hafi stolið senunni. LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira