Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2022 12:55 Bragi Halldórsson teiknari er sérfróður í dagatölum. Hann segir að þessi útgáfa sé sú versta sem upp getur komið, einungis einn helgur dagur lendir á virkum degi sem þýðir fyrir launaþrælinn það að aðeins einn frídagur fellur til þessi jólin. Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til. Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það. Jól Vinnumarkaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það.
Jól Vinnumarkaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira