Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2022 15:45 Thelma Björg Björnsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson með verðlaunagripina. vísir/vilhelm Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi, og Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona hjá ÍFR, eru Íþróttafólk ársins 2022 úr röðum fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt. Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt.
Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira