„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Snorri Másson skrifar 8. desember 2022 09:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. „Þetta er óásættanleg ákvörðun. Þarna er verið að vega að mikilvægustu innviðum okkar, sem hafa þolað niðurskurð, verið vanræktir og skildir eftir. Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt og það sem ég vona núna er að þrýstingur borgarbúa geti orðið til þess að fólkið sem fer með völdin í Ráðhúsinu átti sig á því að þau hafa orðið sér til skammar og að þau einfaldlega dragi þetta til baka,“ segir Sólveig í Íslandi í dag. Sólveig sjálf hafa upplifað muninn eftir niðurskurð á leikskólum eftir efnahagshrun, enda starfaði hún þá á leikskóla, sem aldrei hafi verið dreginn til baka. „Þannig að ég bara hvet foreldra virkilega til að setja sig inn í hvað er að fara að gerast, vegna þess að þetta mun hafa virkilega mikil áhrif og það inn í ástand sem þegar ríkir, rosalegt álag, mikil mannekla og mikil og hröð umskipti starfsfólk. Þannig að þú spyrð hvar endar þetta? Bara illa. Þetta mun bara enda illa,“ segir Sólveig Anna. Fólk eigi helst að vera heima með börnin til tveggja ára aldurs Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að þenslan í leikskólakerfinu væri orðin of mikil og eitthvað yrði undan að láta. Hún lýsti efasemdum um ágæti þess að foreldrar væru að láta börn sín tólf mánaða á leikskóla til að fara sjálfir út á vinnumarkað um leið og hægt er. Sólveig Anna tekur í svipaðan streng:„Ég veit að það er kannski algert tabú fyrir mig að segja þetta en mín afstaða er sú að auðvitað á fólk að geta verið heima með börnunum sínum þar til börnin eru orðin svona tveggja ára gömul. Þetta er pinkulítil börn. Við erum bara með þau svona lítil einu sinni. Auðvitað ættum við að búa í samfélagi sem væri svo annt um okkur og um börnin, að það væri bara sjálfsagt og eðlilegt að foreldrar fengju að eyða þessum fyrstu árum með þeim. En því miður er það ekki svo og það er bara útópísk hugsun á þessum tímapunkti að reyna einhvern veginn að komast þangað. Hvað getum við þá gert í staðinn? Við getum tryggt að húsnæðið sé nógu gott, að starfsfólkið sé nógu margt, að vel sé gert við starfsfólkið svo að það haldist í vinnunni en sé ekki úttaugað og þreytt. Þannig getum við þá komið til móts við þessi litlu börn sem eru auðvitað okkar að axla ábyrgð á.“ Stéttarfélög Leikskólar Tengdar fréttir Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 7. desember 2022 18:40 Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00 „Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. 2. desember 2022 19:01 Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. 2. desember 2022 12:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
„Þetta er óásættanleg ákvörðun. Þarna er verið að vega að mikilvægustu innviðum okkar, sem hafa þolað niðurskurð, verið vanræktir og skildir eftir. Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt og það sem ég vona núna er að þrýstingur borgarbúa geti orðið til þess að fólkið sem fer með völdin í Ráðhúsinu átti sig á því að þau hafa orðið sér til skammar og að þau einfaldlega dragi þetta til baka,“ segir Sólveig í Íslandi í dag. Sólveig sjálf hafa upplifað muninn eftir niðurskurð á leikskólum eftir efnahagshrun, enda starfaði hún þá á leikskóla, sem aldrei hafi verið dreginn til baka. „Þannig að ég bara hvet foreldra virkilega til að setja sig inn í hvað er að fara að gerast, vegna þess að þetta mun hafa virkilega mikil áhrif og það inn í ástand sem þegar ríkir, rosalegt álag, mikil mannekla og mikil og hröð umskipti starfsfólk. Þannig að þú spyrð hvar endar þetta? Bara illa. Þetta mun bara enda illa,“ segir Sólveig Anna. Fólk eigi helst að vera heima með börnin til tveggja ára aldurs Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að þenslan í leikskólakerfinu væri orðin of mikil og eitthvað yrði undan að láta. Hún lýsti efasemdum um ágæti þess að foreldrar væru að láta börn sín tólf mánaða á leikskóla til að fara sjálfir út á vinnumarkað um leið og hægt er. Sólveig Anna tekur í svipaðan streng:„Ég veit að það er kannski algert tabú fyrir mig að segja þetta en mín afstaða er sú að auðvitað á fólk að geta verið heima með börnunum sínum þar til börnin eru orðin svona tveggja ára gömul. Þetta er pinkulítil börn. Við erum bara með þau svona lítil einu sinni. Auðvitað ættum við að búa í samfélagi sem væri svo annt um okkur og um börnin, að það væri bara sjálfsagt og eðlilegt að foreldrar fengju að eyða þessum fyrstu árum með þeim. En því miður er það ekki svo og það er bara útópísk hugsun á þessum tímapunkti að reyna einhvern veginn að komast þangað. Hvað getum við þá gert í staðinn? Við getum tryggt að húsnæðið sé nógu gott, að starfsfólkið sé nógu margt, að vel sé gert við starfsfólkið svo að það haldist í vinnunni en sé ekki úttaugað og þreytt. Þannig getum við þá komið til móts við þessi litlu börn sem eru auðvitað okkar að axla ábyrgð á.“
Stéttarfélög Leikskólar Tengdar fréttir Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 7. desember 2022 18:40 Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00 „Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. 2. desember 2022 19:01 Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. 2. desember 2022 12:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 7. desember 2022 18:40
Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00
„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. 2. desember 2022 19:01
Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. 2. desember 2022 12:00