Það á að vera gott að eldast á Íslandi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:01 Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar