Drögum úr halla ríkissjóðs og styðjum heilbrigðiskerfi og barnafjölskyldur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 8. desember 2022 14:01 Fjárlög 2023 hafa meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn telur mikilvægt að þau endurspegli þau verkefni sem mikilvægast er að bregðast við strax. Það hefur mikla þýðingu fyrir fólk í landinu að takast á við verðbólgu og hallarekstur ríkissjóðs. Ríkisfjármálin þurfa að styðja við markmið Seðlabankans um að hemja verðbólgu. Verðbólgan og vaxtahækkanirnar núna þurfa kælingu eigi verðbólgan að hjaðna. Standi Seðlabankinn einn að því verkefni munu vextir halda áfram að hækka, sem leggst þungt á fjölskyldur og atvinnulífið í landinu. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarflokkanna gerir lítið til að sporna við verðbólgu eða draga úr þenslu eins og sjá má af hörðum orðum Seðlabankastjóra um fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar. Tækifæri í hagræðingu í ríkisrekstri Mikil tækifæri felast í hagræðingu í ríkisrekstri og þau geta þjónað sem verkfæri í glímunni vði verðbólgu. Viðreisn leggur til að ríkisstjórninni verði falið að fara í markvissar hagræðingaraðgerðir til þess að greiða niður skuldir á komandi ári. Stefnt skuli að því að hagræða í ríkisrekstri fyrir 3 milljarða, meðal annars með því að draga til baka fjölgun ráðuneyta og ráðherrastóla frá upphafi kjörtímabilsins. Sá kostnaður var í milljörðum talinn. Strax á næsta ári verði skuldir ríkisins lækkaðar um 20 milljarða. Það er óverjandi að reka eigi ríkissjóð með halla samfleytt í næstum áratug, en samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar á að reka ríkissjóð með halla út árið 2027. Hér þarf að sýna meira hugrekki. Vaxtagjöld eru nú þriðji stærsti fjárlagaliður ríkisins. Þessi ævintýralegi vaxtakostnaður veikir getuna til að fjárfesta í grunnþjónustu fyrir fólkið í landinu til framtíðar. Því skiptir miklu að koma í veg fyrir að stór hluti útgjalda ríkisins fari í greiðslu vaxtagjalda. Við eigum að hafa metnað til þess að geta fjárfest kröftugt í þjónustu fyrir fólkið í landinu. Það er einfaldega ekki hægt þegar ríkið er alltaf rekið með halla og kostnaður af vaxtagjöldum er einn af stærri útgjaldaliðum ríkisins. Sanngjarnt auðlindagjald Viðreisn vill að þjóðin fái sanngjarna greiðslu fyrir nýtingu á sjávarauðlindinni. Þess vegna leggjum við fram breytingartillögu um að þau verði hækkuð. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um að veiðigjöld endurspegli markaðsvirði veiðiréttinda. Methagnaður hefur verið í sjávarútvegi en í fyrra nam hann um 65 milljörðum eftir skatta og gjöld. Markaðsvirði veiðiréttinda nú er um 6 milljörðum hærri en núverandi veiðigjöld. Viðreisn leggur til hækkun sem því nemur, um 6 milljarða. Kröftug fjárfesting í heilbrigðiskerfi Einn stærsti vandi heilbrigðiskerfisins er mönnunarvandi. Grundvöllur þess að gera bragarbót þar á, er að bæta kjör og aðstöðu starfsfólks. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu og Ísland verður að geta keppt við aðrar þjóðir um starfsfólk. Viðreisn vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að 6 milljörðum verði aukalega varið til heilbrigðiskerfisins. Með því getum við betur unnið á alvarlegri stöðu biðlista og minnkað álag á starfsfólk. Við leggjum fram tillögur um markvissar fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega með því að bæta þar hag kvennastétta. Viðbótarframlag til heilbrigðiskerfinu verði 6 milljarðar. Stuðningur við barnafjölskyldur Viðreisn leggur fram tillögur um að styðja við barnafjölskyldur í landinu. Barnafjölskyldurnar finna mjög fyrir verðbólgu og háum vöxtum. Þar er t.d. verið að horfa til þess hversu erfið staðan er hjá mörgum fyrstu kaupendum íbúða, sem keyptu þegar vextir voru sögulega lágir og finna núna harkalega fyrir vaxtahækkunum. Tillögur Viðreisnar eru aðstuðningur við barnafjölskyldur í formi vaxtabóta, húsnæðisbóta og barnabóta verði 7,5 milljarður. Þungt högg vegna áhrifa af verðbólgu og gríðarlega háum vöxtum hérlendis gerir að verkum að hér þarf að bregðast vði. Vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt á við nágrannalöndin, sem þó glíma við svipaða verðbólgu. Ástæðan er íslenska krónan. Ekki er hægt að ætlast til að almenningur axli einn þær byrðar sem af gjaldmiðlinum hlýst. Grænir skattar í þágu loftslagsmarkmiða Við viljum nýta græna skatta og hvata til að takast á við loftslagsvandann. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en enn er staðan sú hjá ríkisstjórninni að ágætum markmiðum fylgja hins vegar ekki aðgerðir. Aðgerðir og fjárfestingar þurfa að vera tímasettar, mælanlegar og fjármagnaðar. Öflugasta og skilvirkasta verkfæri stjórnvalda til að ná árangri hér eru hagrænir hvatar á borð við kolefnisgjald sem leggist á alla losun. Viðreisn leggur til að lögð verði á kolefnisgjöld á stóriðju, sem hingað til hefur verið undanþegin slíkum gjöldum þrátt fyrir að vera ein stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það mun auka tekjur ríkissjóðs um 13,5 milljarða. Þá leggur Viðreisn til að Íslandsbanki verði seldur að fullu á komandi ári og að aðferðin við sölu verði opin og gegnsæ. Söluandvirði verði varið til að greiða niður skuldir. Fjárlagafrumvarpið vanmetur verðmæti eignarhluta ríkisins um 13 milljarða, sé miðað við eigið fé bankans samkvæmt síðasta uppgjöri. Fjárlög sem þjóna hagsmunum almennings en ekki sérhagsmuna Með þessum markvissu skrefum Viðreisnar getur ríkisstjórnin dregið strax a úr halla ríkissjóðs og lækkað svimandi há vaxtagjöld ríkisins. Með sanngjarnari gjaldtöku í sjávarútvegi og grænum sköttum verða til tekjur sem hafa þýðingu fyrir reksturinn. Samhliða er hægt að fara í kröftugan stuðning við heilbrigðiskerfið og stuðning við þær fjölskyldur og einstaklinga sem hafa tekið á sig þyngstar byrðar í vaxtahækkunum undanfarið. Markmið Viðreisnar er að beita ríkisfjármálunum þannig að niðurstaðan verði samfélag sem við erum stolt af. Viðreisn vill að fjárlögin skili niðurstöðu í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárlög 2023 hafa meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn telur mikilvægt að þau endurspegli þau verkefni sem mikilvægast er að bregðast við strax. Það hefur mikla þýðingu fyrir fólk í landinu að takast á við verðbólgu og hallarekstur ríkissjóðs. Ríkisfjármálin þurfa að styðja við markmið Seðlabankans um að hemja verðbólgu. Verðbólgan og vaxtahækkanirnar núna þurfa kælingu eigi verðbólgan að hjaðna. Standi Seðlabankinn einn að því verkefni munu vextir halda áfram að hækka, sem leggst þungt á fjölskyldur og atvinnulífið í landinu. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarflokkanna gerir lítið til að sporna við verðbólgu eða draga úr þenslu eins og sjá má af hörðum orðum Seðlabankastjóra um fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar. Tækifæri í hagræðingu í ríkisrekstri Mikil tækifæri felast í hagræðingu í ríkisrekstri og þau geta þjónað sem verkfæri í glímunni vði verðbólgu. Viðreisn leggur til að ríkisstjórninni verði falið að fara í markvissar hagræðingaraðgerðir til þess að greiða niður skuldir á komandi ári. Stefnt skuli að því að hagræða í ríkisrekstri fyrir 3 milljarða, meðal annars með því að draga til baka fjölgun ráðuneyta og ráðherrastóla frá upphafi kjörtímabilsins. Sá kostnaður var í milljörðum talinn. Strax á næsta ári verði skuldir ríkisins lækkaðar um 20 milljarða. Það er óverjandi að reka eigi ríkissjóð með halla samfleytt í næstum áratug, en samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar á að reka ríkissjóð með halla út árið 2027. Hér þarf að sýna meira hugrekki. Vaxtagjöld eru nú þriðji stærsti fjárlagaliður ríkisins. Þessi ævintýralegi vaxtakostnaður veikir getuna til að fjárfesta í grunnþjónustu fyrir fólkið í landinu til framtíðar. Því skiptir miklu að koma í veg fyrir að stór hluti útgjalda ríkisins fari í greiðslu vaxtagjalda. Við eigum að hafa metnað til þess að geta fjárfest kröftugt í þjónustu fyrir fólkið í landinu. Það er einfaldega ekki hægt þegar ríkið er alltaf rekið með halla og kostnaður af vaxtagjöldum er einn af stærri útgjaldaliðum ríkisins. Sanngjarnt auðlindagjald Viðreisn vill að þjóðin fái sanngjarna greiðslu fyrir nýtingu á sjávarauðlindinni. Þess vegna leggjum við fram breytingartillögu um að þau verði hækkuð. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um að veiðigjöld endurspegli markaðsvirði veiðiréttinda. Methagnaður hefur verið í sjávarútvegi en í fyrra nam hann um 65 milljörðum eftir skatta og gjöld. Markaðsvirði veiðiréttinda nú er um 6 milljörðum hærri en núverandi veiðigjöld. Viðreisn leggur til hækkun sem því nemur, um 6 milljarða. Kröftug fjárfesting í heilbrigðiskerfi Einn stærsti vandi heilbrigðiskerfisins er mönnunarvandi. Grundvöllur þess að gera bragarbót þar á, er að bæta kjör og aðstöðu starfsfólks. Það þarf að vera eftirsóknarvert að vinna í heilbrigðiskerfinu og Ísland verður að geta keppt við aðrar þjóðir um starfsfólk. Viðreisn vill bæta kjör kvennastétta í heilbrigðiskerfinu og að 6 milljörðum verði aukalega varið til heilbrigðiskerfisins. Með því getum við betur unnið á alvarlegri stöðu biðlista og minnkað álag á starfsfólk. Við leggjum fram tillögur um markvissar fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega með því að bæta þar hag kvennastétta. Viðbótarframlag til heilbrigðiskerfinu verði 6 milljarðar. Stuðningur við barnafjölskyldur Viðreisn leggur fram tillögur um að styðja við barnafjölskyldur í landinu. Barnafjölskyldurnar finna mjög fyrir verðbólgu og háum vöxtum. Þar er t.d. verið að horfa til þess hversu erfið staðan er hjá mörgum fyrstu kaupendum íbúða, sem keyptu þegar vextir voru sögulega lágir og finna núna harkalega fyrir vaxtahækkunum. Tillögur Viðreisnar eru aðstuðningur við barnafjölskyldur í formi vaxtabóta, húsnæðisbóta og barnabóta verði 7,5 milljarður. Þungt högg vegna áhrifa af verðbólgu og gríðarlega háum vöxtum hérlendis gerir að verkum að hér þarf að bregðast vði. Vextir á Íslandi hafa hækkað margfalt á við nágrannalöndin, sem þó glíma við svipaða verðbólgu. Ástæðan er íslenska krónan. Ekki er hægt að ætlast til að almenningur axli einn þær byrðar sem af gjaldmiðlinum hlýst. Grænir skattar í þágu loftslagsmarkmiða Við viljum nýta græna skatta og hvata til að takast á við loftslagsvandann. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en enn er staðan sú hjá ríkisstjórninni að ágætum markmiðum fylgja hins vegar ekki aðgerðir. Aðgerðir og fjárfestingar þurfa að vera tímasettar, mælanlegar og fjármagnaðar. Öflugasta og skilvirkasta verkfæri stjórnvalda til að ná árangri hér eru hagrænir hvatar á borð við kolefnisgjald sem leggist á alla losun. Viðreisn leggur til að lögð verði á kolefnisgjöld á stóriðju, sem hingað til hefur verið undanþegin slíkum gjöldum þrátt fyrir að vera ein stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það mun auka tekjur ríkissjóðs um 13,5 milljarða. Þá leggur Viðreisn til að Íslandsbanki verði seldur að fullu á komandi ári og að aðferðin við sölu verði opin og gegnsæ. Söluandvirði verði varið til að greiða niður skuldir. Fjárlagafrumvarpið vanmetur verðmæti eignarhluta ríkisins um 13 milljarða, sé miðað við eigið fé bankans samkvæmt síðasta uppgjöri. Fjárlög sem þjóna hagsmunum almennings en ekki sérhagsmuna Með þessum markvissu skrefum Viðreisnar getur ríkisstjórnin dregið strax a úr halla ríkissjóðs og lækkað svimandi há vaxtagjöld ríkisins. Með sanngjarnari gjaldtöku í sjávarútvegi og grænum sköttum verða til tekjur sem hafa þýðingu fyrir reksturinn. Samhliða er hægt að fara í kröftugan stuðning við heilbrigðiskerfið og stuðning við þær fjölskyldur og einstaklinga sem hafa tekið á sig þyngstar byrðar í vaxtahækkunum undanfarið. Markmið Viðreisnar er að beita ríkisfjármálunum þannig að niðurstaðan verði samfélag sem við erum stolt af. Viðreisn vill að fjárlögin skili niðurstöðu í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd þingsins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun