Hugleiðing um Kristna trú og menningu Árni Már Jensson skrifar 8. desember 2022 14:30 Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun