Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 14:01 Tungumálið okkar er lifandi og ný hugtök sífellt að bætast við flóruna. Sum þeirra verða fljótt á allra vörum og hafa jafnvel mikil áhrif á það hvernig við hugsum um lífið og tilveruna, s.s. hugtökin kulnun, þriðja vaktin, menningarnám o.fl. Önnur hverfa jafnharðan sem betur fer, þegar okkur verður ljóst að þau hafa neikvæð áhrif á líðan fólks og hópa í samfélaginu. Ég ætla ekki að gera úrelt hugtök að umtalsefni mínu hér í dag, heldur hugtakið sálfélagslegt öryggi. Tiltölulega nýtt hugtak sem er notað í auknum mæli. Hugtak sem ég nota á hverjum einasta degi og er mér mjög hugleikið í mínu starfi, en ekki bara þar. Sálfélagslegt öryggi er kannski ekki öllum jafn hugleikið og mögulega finnst einhverjum hugtakið óskýrt eða óþjált. Allavega þurfti ég útskýringu á því á sínum tíma hvað þriðja vaktin er fyrir nokkuð! Það er sennilega best að útskýra sálfélagslegt öryggi þannig að fólk sem upplifir sálfélagslegt öryggi telur sér óhætt í sínu félagslega umhverfi. Umhverfi þar sem við upplifum vinsemd og virðingu, rétt til að skiptast á skoðunum og vera ósammála, og þar sem við óttumst ekki að vera gerð útlæg ef við misstígum okkur. Við erum flest í félagslegu umhverfi stóran hluta dagsins; í vinnu, í félagsstarfi og íþróttum, þegar við sækjum á leikskólann og jafnvel út í búð. Við erum auðvitað einnig flest í félagslegu umhverfi heima hjá okkur. Hellisbúar og útlagar Hvers vegna skiptir það okkur máli að upplifa sálfélagslegt öryggi? Ein af okkar grundvallarþörfum er að upplifa öryggi. Ef við skoðum málið út frá þróunarfræðinni þá lifðum við ekki af, ef ekki var lágmarks öryggi; líkamlegt og sálfélagslegt. Líkamlega öryggið segir sig sjálft en einhver kunna að spyrja hvernig sálfélagslegt öryggi hefur getað skilið milli lífs og dauða. Kenningin er að ef hellisbúinn fékk ekki að vera hluti af hópnum, s.s. var gerður útlægur, þá var engin leið að tryggja fæði, klæði né annað sem við nauðsynlega þurfum til að lifa af. Við þurftum á hvert öðru að halda og gerum enn! Þróunarfræðilega séð er ekki svo ýkja langt síðan við vorum hellisbúar. Því situr það fast í okkur að leitast við að finna umhverfi þar sem við upplifum okkur örugg. Sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum Sálfélagslegt öryggi skiptir því miklu máli og við viljum vera sálfélagslega örugg á vinnustaðnum okkar þar sem við eyðum lungann úr deginum. Í dag eigum við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr.46/1980) sem voru sett með það að markmiði að öllum geti liðið vel í vinnunni. Eins og við eigum rétt á að vinna við aðstæður sem valda okkur ekki vanlíðan sökum eiturefna, hávaða, lélegra loftgæða eða birtustigs, þá höfum við einnig rétt til að vinna í sálfélagslega öruggu starfsumhverfi. Það er á ábyrgð allra að slíkar aðstæður séu til staðar á vinnustöðum okkar. Þó stjórnendur beri sannarlega mikla ábyrgð þegar kemur að forvörnum, gerð umbóta, úrlausnum mála auk þess að setja skýr viðmið og gildi innan vinnustaða getur hvert og eitt okkar haft mikið um það að segja hvernig starfsandinn og menningin á vinnustaðnum er. Sjálfsögð kurteisi eða óþarfi? Ímyndaðu þér að mæta til vinnu einn morgun. Samstarfsfélagi þinn hvorki heilsar þér né tekur undir morgunkveðjuna þína og gengur draugfúll að skrifborðinu sínu. Við göngum flest að því vísu að samstarfsfólk bjóði okkur góðan daginn eða taki undir okkar kveðju og veitum því sennilega enga athygli fyrr en farið er á svig við þessa góðu venju. „Er hann eitthvað fúll út í mig? Gerði ég eitthvað rangt? Líður honum illa?“ Kannski og kannski ekki. Það réttlætir vitanlega ekki ókurteisi og hunsun, en hjá flestum blossar óöryggi upp og veldur óþægindum. Að því má leiða líkur að við veitum sálfélagslegu öryggi okkar oft ekki eftirtekt fyrr en misbrestur verður á og þau atvik geta bæði verið stór og smá. Leiðir að sálfélagslegu öryggi Það er mikilvægt að allir vinnustaðir séu með skýrar reglur og verklag komi til erfiðra samskipta eða jafnvel eineltis, áreitni eða ofbeldis inn á vinnustaðnum. Fræðsla og opin umræða um hvers konar vinnustaðamenningu og samskipti hver og einn vinnustaður vill stuðla að, eru einnig lykilþættir í starfsumhverfi þar sem starfsfólk upplifir sig sálfélagslega öruggt. Að öll hafi rödd á vinnustaðnum! Smá ráðlegging inn í haustið: Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur þetta góða og gagnlega hugtak sálfélagslegt öryggi. Það knýr okkur einnig til að velta fyrir okkur hvaða ábyrgð við sjálf sem einstaklingar berum í því að skapa starfsumhverfi þar sem öllu fólki getur liðið vel. Ég er þess fullviss að hugtakið sálfélagslegt öryggi verði áfram í tísku! Höfundur er sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið okkar er lifandi og ný hugtök sífellt að bætast við flóruna. Sum þeirra verða fljótt á allra vörum og hafa jafnvel mikil áhrif á það hvernig við hugsum um lífið og tilveruna, s.s. hugtökin kulnun, þriðja vaktin, menningarnám o.fl. Önnur hverfa jafnharðan sem betur fer, þegar okkur verður ljóst að þau hafa neikvæð áhrif á líðan fólks og hópa í samfélaginu. Ég ætla ekki að gera úrelt hugtök að umtalsefni mínu hér í dag, heldur hugtakið sálfélagslegt öryggi. Tiltölulega nýtt hugtak sem er notað í auknum mæli. Hugtak sem ég nota á hverjum einasta degi og er mér mjög hugleikið í mínu starfi, en ekki bara þar. Sálfélagslegt öryggi er kannski ekki öllum jafn hugleikið og mögulega finnst einhverjum hugtakið óskýrt eða óþjált. Allavega þurfti ég útskýringu á því á sínum tíma hvað þriðja vaktin er fyrir nokkuð! Það er sennilega best að útskýra sálfélagslegt öryggi þannig að fólk sem upplifir sálfélagslegt öryggi telur sér óhætt í sínu félagslega umhverfi. Umhverfi þar sem við upplifum vinsemd og virðingu, rétt til að skiptast á skoðunum og vera ósammála, og þar sem við óttumst ekki að vera gerð útlæg ef við misstígum okkur. Við erum flest í félagslegu umhverfi stóran hluta dagsins; í vinnu, í félagsstarfi og íþróttum, þegar við sækjum á leikskólann og jafnvel út í búð. Við erum auðvitað einnig flest í félagslegu umhverfi heima hjá okkur. Hellisbúar og útlagar Hvers vegna skiptir það okkur máli að upplifa sálfélagslegt öryggi? Ein af okkar grundvallarþörfum er að upplifa öryggi. Ef við skoðum málið út frá þróunarfræðinni þá lifðum við ekki af, ef ekki var lágmarks öryggi; líkamlegt og sálfélagslegt. Líkamlega öryggið segir sig sjálft en einhver kunna að spyrja hvernig sálfélagslegt öryggi hefur getað skilið milli lífs og dauða. Kenningin er að ef hellisbúinn fékk ekki að vera hluti af hópnum, s.s. var gerður útlægur, þá var engin leið að tryggja fæði, klæði né annað sem við nauðsynlega þurfum til að lifa af. Við þurftum á hvert öðru að halda og gerum enn! Þróunarfræðilega séð er ekki svo ýkja langt síðan við vorum hellisbúar. Því situr það fast í okkur að leitast við að finna umhverfi þar sem við upplifum okkur örugg. Sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum Sálfélagslegt öryggi skiptir því miklu máli og við viljum vera sálfélagslega örugg á vinnustaðnum okkar þar sem við eyðum lungann úr deginum. Í dag eigum við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr.46/1980) sem voru sett með það að markmiði að öllum geti liðið vel í vinnunni. Eins og við eigum rétt á að vinna við aðstæður sem valda okkur ekki vanlíðan sökum eiturefna, hávaða, lélegra loftgæða eða birtustigs, þá höfum við einnig rétt til að vinna í sálfélagslega öruggu starfsumhverfi. Það er á ábyrgð allra að slíkar aðstæður séu til staðar á vinnustöðum okkar. Þó stjórnendur beri sannarlega mikla ábyrgð þegar kemur að forvörnum, gerð umbóta, úrlausnum mála auk þess að setja skýr viðmið og gildi innan vinnustaða getur hvert og eitt okkar haft mikið um það að segja hvernig starfsandinn og menningin á vinnustaðnum er. Sjálfsögð kurteisi eða óþarfi? Ímyndaðu þér að mæta til vinnu einn morgun. Samstarfsfélagi þinn hvorki heilsar þér né tekur undir morgunkveðjuna þína og gengur draugfúll að skrifborðinu sínu. Við göngum flest að því vísu að samstarfsfólk bjóði okkur góðan daginn eða taki undir okkar kveðju og veitum því sennilega enga athygli fyrr en farið er á svig við þessa góðu venju. „Er hann eitthvað fúll út í mig? Gerði ég eitthvað rangt? Líður honum illa?“ Kannski og kannski ekki. Það réttlætir vitanlega ekki ókurteisi og hunsun, en hjá flestum blossar óöryggi upp og veldur óþægindum. Að því má leiða líkur að við veitum sálfélagslegu öryggi okkar oft ekki eftirtekt fyrr en misbrestur verður á og þau atvik geta bæði verið stór og smá. Leiðir að sálfélagslegu öryggi Það er mikilvægt að allir vinnustaðir séu með skýrar reglur og verklag komi til erfiðra samskipta eða jafnvel eineltis, áreitni eða ofbeldis inn á vinnustaðnum. Fræðsla og opin umræða um hvers konar vinnustaðamenningu og samskipti hver og einn vinnustaður vill stuðla að, eru einnig lykilþættir í starfsumhverfi þar sem starfsfólk upplifir sig sálfélagslega öruggt. Að öll hafi rödd á vinnustaðnum! Smá ráðlegging inn í haustið: Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur þetta góða og gagnlega hugtak sálfélagslegt öryggi. Það knýr okkur einnig til að velta fyrir okkur hvaða ábyrgð við sjálf sem einstaklingar berum í því að skapa starfsumhverfi þar sem öllu fólki getur liðið vel. Ég er þess fullviss að hugtakið sálfélagslegt öryggi verði áfram í tísku! Höfundur er sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun