Réttu megin við strikið Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Félagsmál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun