Réttu megin við strikið Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Félagsmál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun