Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 06:54 Nýbura- og ungbarnadauði er algengari í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða verulega takmarkað. Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira