Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 09:30 Ronaldo (t.h.) ásamt Ednaldo Rodrigues, forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Jean Catuffe/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni. „Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
„Fjölmargir ræða Neymar þessa dagana í Brasilíu, en á neikvæðan hátt,“ sagði Kaká í viðtali í Katar þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Það er ekki nýtt af nálinni að Neymar hljóti gagnrýni heima fyrir en kröfur Brasilíumanna til landsliðsins eru gjarnan miklar. Neymar var til að mynda gagnrýndur afar harðlega eftir að Brassar féllu úr leik á HM 2014 á heimavelli. „Kannski er það vegna stjórnmála, en Brasilíumenn eiga til að bera ekki virðingu fyrir hæfileikum okkar,“ segir Kaká. Stjórnmál í Brasilíu hafa verið sérstaklega harðvíg síðustu misseri. Hægri þjóðernissinninn Jair Bolsonaro missti völd í landinu skömmu fyrir HM þegar hann tapaði forsetakosningum fyrir Lula, sem áður var forseti landsins, og hallast meira til vinstri. Vegna þjóðerniskennda hreyfingar Bolsonaro hefur margur snúið baki við landsliðinu, eða í það minnsta treyju landsliðsins, sem varð eitt af aðalsmerkjum stuðningsmanna hans. Neymar er þekktur stuðningsmaður Bolsonaro, sem margur Brassinn sættir sig illa við. „Það er skrýtið að segja þetta en margir Brasilíumenn styðja ekki við landsliðið. Það kemur stundum fyrir. Ef þú sérð Ronaldo gangandi um hér, eru viðbrögðin vá, hann fær mikla virðingu hér. Í Brasilíu er hann bara einhver feitur gaur að labba niður götuna,“ segir Kaká. Ronaldo var markahæsti leikmaður HM 2002 þegar þeir félagar, hann og Kaká, unnu mótið. Kaká gekk árið 2003 í raðir AC Milan og þeir endurnýjuðu kynni sín þar þegar Ronaldo skipti frá Real Madrid til Mílanó árið 2007. Ronaldo og Kaká náðu einu ári saman í Mílanó eftir að sá fyrrnefndi kom frá Real Madrid og áður en sá síðarnefndi fór til Real Madrid. Þeir léku saman um árabil með landsliðinu.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira