Gat farið í finnska herinn en endaði í finnska handboltalandsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2022 11:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fyrir utan finnska sendiráðið við Túngötu. vísir/ívar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, er spenntur fyrir því að fá tækifæri með finnska handboltalandsliðinu. Hann leikur með því á æfingamóti í Lettlandi í byrjun janúar. „Ég hef alltaf verið með tvöfalt ríkisfang því amma mín í föðurætt var finnsk. Þar af leiðandi hefur þetta alltaf verið möguleiki og fyrst núna ákvað ég að prufa þetta. Í kjölfarið voru samskipti, þeim leist ágætlega á mig þannig að stefnan er að fara út fyrstu helgina í janúar,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Þorsteinn segist ekki hafa neitt sérstaklega mikla tengingu við Finnland. „Ég fór til Finnlands þegar ég var krakki en ekkert nýlega,“ sagði Þorsteinn og bætti því við að hann kynni nokkur orð í finnsku. Þrátt fyrir takmarkaða tengingu við Finnland bauðst honum að sinna herskyldu þar í landi eftir að hann varð átján ára. „Sem betur fer er engin herskylda sem ég þarf að sinna. En það stóð til boða þegar ég var átján ára. Þá hefði ég getað farið í herinn en áhuginn var ekki til staðar. En það er einhvers konar herskylda að spila með landsliðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann vonast til að komast í finnska hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM og leyfir sér að dreyma að það gæti opnað einhverjar dyr fyrir hann inn í atvinnumennsku. „Ef ég verð með þeim spilar maður á móti Noregi, Slóvakíu og Serbíu. Ef maður á sinn dag á móti einhverju góðu og sterku landsliði getur það kannski komið manni eitthvað lengra. En ég ætla að byrja að taka þetta æfingamót og sjá hvað er næst,“ sagði Þorsteinn. Finnland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni EM stórt; 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi. Olís-deild karla Fram Finnland EM 2024 í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Ég hef alltaf verið með tvöfalt ríkisfang því amma mín í föðurætt var finnsk. Þar af leiðandi hefur þetta alltaf verið möguleiki og fyrst núna ákvað ég að prufa þetta. Í kjölfarið voru samskipti, þeim leist ágætlega á mig þannig að stefnan er að fara út fyrstu helgina í janúar,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Þorsteinn segist ekki hafa neitt sérstaklega mikla tengingu við Finnland. „Ég fór til Finnlands þegar ég var krakki en ekkert nýlega,“ sagði Þorsteinn og bætti því við að hann kynni nokkur orð í finnsku. Þrátt fyrir takmarkaða tengingu við Finnland bauðst honum að sinna herskyldu þar í landi eftir að hann varð átján ára. „Sem betur fer er engin herskylda sem ég þarf að sinna. En það stóð til boða þegar ég var átján ára. Þá hefði ég getað farið í herinn en áhuginn var ekki til staðar. En það er einhvers konar herskylda að spila með landsliðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann vonast til að komast í finnska hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM og leyfir sér að dreyma að það gæti opnað einhverjar dyr fyrir hann inn í atvinnumennsku. „Ef ég verð með þeim spilar maður á móti Noregi, Slóvakíu og Serbíu. Ef maður á sinn dag á móti einhverju góðu og sterku landsliði getur það kannski komið manni eitthvað lengra. En ég ætla að byrja að taka þetta æfingamót og sjá hvað er næst,“ sagði Þorsteinn. Finnland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni EM stórt; 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi.
Olís-deild karla Fram Finnland EM 2024 í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira