Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2022 20:23 Sveinn Andri Sveinsson er verjandi annars mannsins. vísir/vilhelm Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00
Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58