„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. desember 2022 23:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir það hafa verið klaufaskap að taka ekki bæði stigin í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti