„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Atli Arason skrifar 9. desember 2022 23:55 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. „Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Auðvitað eru menn ósáttir og bara eðlilega fara menn að spyrja spurninga. Þannig virkar þetta en við erum bara að gerum okkar besta. Ég ætla ekki að koma með söluræðu af hverju ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eigum að sjá um þetta áfram. Ég skil alveg ósættið og það á að vera þannig,“ sagði Helgi Már í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður sagði Helgi að margt í leikplani liðsins hafa farið úrskeiðis í kvöld. „Það fór mjög margt úrskeiðis. Í fyrri hálfleik skutu þeir um 70% í tveggja stiga og það var bara vegna þess að við vorum að missa þá í einn á einn af dripplinu, ítrekað inn í miðjuna og þaðan í auðveld sniðskot. Það er svona hluti af þessu,“ sagði Helgi áður en hann bætti við. „Þeir eru með gott lið og mér fannst við gera vel á Basile og sérstaklega í fyrri hálfleik. Á móti kemur að þegar við erum að halda honum út úr teignum þá voru það bara aðrir sem komust þangað og það boðar ekki gott ef menn komast auðveldlega inn í teig.“ Eftir góðan annan leikhluta hjá KR-ingum komu þeir andlausir út í síðari hálfleikinn og Helgi fann sig knúinn til þess að taka leikhlé þegar aðeins 1 mínúta og 23 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki vera að framkvæma varnarútgáfuna sem við ætluðum að gera af nógu mikilli ákefð, við gerðum það ágætlega en svo slepptum við þeim. Nico [Richotti] hitti úr þrist bara vegna þess að við vorum að leyfa honum það. Mér fannst bara vanta meiri ákefð í ‘rotation‘ og hlaupa þá af línunni. Ég var ósáttur með það, þetta er bara óþarfi og mér fannst við eiga að láta þá hafa meira fyrir þessu,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - KR 107-78 | Ískaldir KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvík vann afar öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-78. 9. desember 2022 21:54