Handbolti

ÍBV ekki í vand­ræðum með HK | KA/Þór með góðan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA/Þór vann Stjörnuna.
KA/Þór vann Stjörnuna. Vísir/Diego

ÍBV vann 11 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 31-20. Þá vann KA/Þór góðan sigur á Stjörnunni, lokatölur 21-18.

Leikur ÍBV og KA/Þór var spennandi framan af fyrri hálfleik en þá tóku Eyjakonur öll völd á vellinum. Staðan fór úr 7-6 í 13-6 og segja má að leik hafi einfaldlega lokið þar. Munurinn var 16-7 í hálfleik og þó sóknarleikur HK hafi skánað í síðari hálfleik náði liðið aldrei að ógna forystu ÍBV.

Þegar flautað var til leiksloka var munurinn 11 mörk, lokatölur 31-20. Harpa Valey Gylfadóttir og Bríet Ómarsdóttir voru markahæstar í liði ÍBV með 6 mörk hvor. Hjá HK var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir markahæst með 5 mörk.

Á Akureyri vann KA/Þór þriggja marka sigur á Stjörnunni, lokatölur 21-18. Rut Jónsdóttir var markahæst hjá heimaliðinu með 7 mörk á meðan Elísabet Gunnarsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir voru markahæstar hjá Stjörnunni með fimm mörk hvor.

Stjarnan er áfram í 2. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og ÍBV en Eyjakonur með lakari markatölu. KA/Þór er í 6. sæti með sex stig á meðan HK er á botni deildarinnar með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×