„Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 19:29 Hjónin Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og Bogi Theódór Ellertsson. Vísir/Ívar Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Halda bara áfram að vinna Bogi var þarna á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og segir hafa þurft talsverðar fortölur til að komast í land. Annar slagur hafi svo tekið við til að fá túrinn greiddan - þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi. Hausinn skiptir ekki máli,“ segir Bogi. Þú varst í þannig ástandi að þú hefðir getað verið hættulegur sjálfum þér og öðrum? „Auðvitað. En svo er þetta nú bara þannig að þú ert spurður og þá segistu bara alltaf vera góður. Þannig er það einhvern veginn.“ Það hafi aðeins verið fyrir tilstilli forstjórans að Bogi fékk greitt. Enn fremur hefði ekki verið hægt að skilja þann fyrrnefnda öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp. En annað hafi komið á daginn nú rétt fyrir jól. Útgerðarstjóri hafi neitað skipstjóra um að fá Boga aftur í áhöfnina. Þetta segja hjónin lýsandi fyrir viðhorf stjórnenda gagnvart sjómönnum. „Menn segja ekkert, þeir bara halda áfram að vinna,“ segir Bogi. Harka af sér? „Já, það hefur tíðkast þannig. En vonandi verður þetta til þess að það breytist eitthvað,“ bætir hann við. „Þjóðin er bara reið“ Þórhildur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram. Skilaboðum frá fólki í svipaðri stöðu hafi rignt inn. „Svo var ein sem sendi á mig að hún hefði verið að missa fóstur, og komin svolítið langt á leið. Og maðurinn hennar fékk ekki að fara í land. Því hann var ekki að missa fóstur. Hann þurfti bara að loka sig af inni í vélarrúmi,“ segir Þórhildur. „Þjóðin er bara reið, fólkið í landinu er bara reitt. Fyrir hönd sjómanna.“ Þau segjast ekkert hafa heyrt frá útgerðinni vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í dag. Sjávarútvegur Geðheilbrigði Brim Vinnumarkaður Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Halda bara áfram að vinna Bogi var þarna á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og segir hafa þurft talsverðar fortölur til að komast í land. Annar slagur hafi svo tekið við til að fá túrinn greiddan - þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi. Hausinn skiptir ekki máli,“ segir Bogi. Þú varst í þannig ástandi að þú hefðir getað verið hættulegur sjálfum þér og öðrum? „Auðvitað. En svo er þetta nú bara þannig að þú ert spurður og þá segistu bara alltaf vera góður. Þannig er það einhvern veginn.“ Það hafi aðeins verið fyrir tilstilli forstjórans að Bogi fékk greitt. Enn fremur hefði ekki verið hægt að skilja þann fyrrnefnda öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp. En annað hafi komið á daginn nú rétt fyrir jól. Útgerðarstjóri hafi neitað skipstjóra um að fá Boga aftur í áhöfnina. Þetta segja hjónin lýsandi fyrir viðhorf stjórnenda gagnvart sjómönnum. „Menn segja ekkert, þeir bara halda áfram að vinna,“ segir Bogi. Harka af sér? „Já, það hefur tíðkast þannig. En vonandi verður þetta til þess að það breytist eitthvað,“ bætir hann við. „Þjóðin er bara reið“ Þórhildur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram. Skilaboðum frá fólki í svipaðri stöðu hafi rignt inn. „Svo var ein sem sendi á mig að hún hefði verið að missa fóstur, og komin svolítið langt á leið. Og maðurinn hennar fékk ekki að fara í land. Því hann var ekki að missa fóstur. Hann þurfti bara að loka sig af inni í vélarrúmi,“ segir Þórhildur. „Þjóðin er bara reið, fólkið í landinu er bara reitt. Fyrir hönd sjómanna.“ Þau segjast ekkert hafa heyrt frá útgerðinni vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í dag.
Sjávarútvegur Geðheilbrigði Brim Vinnumarkaður Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00