Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn Árni Páll Árnason skrifar 12. desember 2022 12:32 Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Jól Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun