Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 14:01 Hópurinn sem staðið hefur í ströngu að undanförnu. Á myndina vantar Ragnar Þór Ingófsson, formann VR, sem komst ekki í myndatökuna. Hópmyndin var tekin stuttu eftir að samningarnir voru undirritaðir. Vísir/Vilhelm Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira