Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2022 22:00 Höttur er komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Vísir/Bára Dröfn Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93. Gengi KR á leiktíðinni hefur verið vægast sagt skelfilegt og stefnir í að liðið falli úr Subway deild karla taki það sig ekki saman í andlitinu. Að komast í undanúrslit bikarsins hefði getað gefið liðinu byr undir báða vængi en sú gulrót er ekki lengur til staðar. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda en aðeins munaði einu stigi á liðunum efitr fyrsta leikhluta. KR-ingar fóru inn í hálfleikinn með fjögurra stiga forystu, staðan þá 50-46. Síðari hálfleikur var meira af því sama, liðin skiptust á körfum en KR var þó hænuskrefi framar. Munurinn var orðinn fimm stig þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst en þá virtist bensínið búið hjá heimamönnum. Gestirnir gengu á lagið og voru komnir þremur stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta. Lokamínúturnar voru æsispennandi er liðin skiptust á forystunni. Timothy Guers kom Hetti yfir með tveimur stigum af vítalínunni þegar 55 sekúndur voru eftir. EC Matthews klúðraði þriggja stiga skoti í næstu sókn, Höttur klúðraði sínu tækifæri til að gulltryggja sigurinn en að kom ekki að sök þar sem EC Matthews klúðraði síðasta skoti leiksins og Höttur vann leikinn 94-93. EC Matthews var stigahæstur í liði KR með 37 stig. Jordan Semple kom þar á eftir með 25 stig og 11 fráköst. Hjá Hetti var Timothy Guers með 32 stig og Matej Karlovic 15 stig. Höttur er komið í undanúrslit bikarsins ásamt Stjörnunni, Keflavík og Val. Leikið verður í Laugardalshöll og fara leikirnir báðir fram þann 11. janúar næstkomandi. Körfubolti VÍS-bikarinn KR Höttur Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Gengi KR á leiktíðinni hefur verið vægast sagt skelfilegt og stefnir í að liðið falli úr Subway deild karla taki það sig ekki saman í andlitinu. Að komast í undanúrslit bikarsins hefði getað gefið liðinu byr undir báða vængi en sú gulrót er ekki lengur til staðar. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda en aðeins munaði einu stigi á liðunum efitr fyrsta leikhluta. KR-ingar fóru inn í hálfleikinn með fjögurra stiga forystu, staðan þá 50-46. Síðari hálfleikur var meira af því sama, liðin skiptust á körfum en KR var þó hænuskrefi framar. Munurinn var orðinn fimm stig þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst en þá virtist bensínið búið hjá heimamönnum. Gestirnir gengu á lagið og voru komnir þremur stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta. Lokamínúturnar voru æsispennandi er liðin skiptust á forystunni. Timothy Guers kom Hetti yfir með tveimur stigum af vítalínunni þegar 55 sekúndur voru eftir. EC Matthews klúðraði þriggja stiga skoti í næstu sókn, Höttur klúðraði sínu tækifæri til að gulltryggja sigurinn en að kom ekki að sök þar sem EC Matthews klúðraði síðasta skoti leiksins og Höttur vann leikinn 94-93. EC Matthews var stigahæstur í liði KR með 37 stig. Jordan Semple kom þar á eftir með 25 stig og 11 fráköst. Hjá Hetti var Timothy Guers með 32 stig og Matej Karlovic 15 stig. Höttur er komið í undanúrslit bikarsins ásamt Stjörnunni, Keflavík og Val. Leikið verður í Laugardalshöll og fara leikirnir báðir fram þann 11. janúar næstkomandi.
Körfubolti VÍS-bikarinn KR Höttur Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira