Leikmaður í Íran á yfir höfði sér dauðarefsingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 07:32 Knattspyrnumaðurinn Amir Nasr-Azadani er í mjög slæmri stöðu í heimalandi sínu. Twitter/@FIFPRO Íranski knattspyrnumaðurinn Amir Nasr-Azadani er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum í Íran þar sem hann og landar hans hafa barist fyrir réttindum kvenna í landinu. Alþjóðasamband atvinnuknattspyrnumanna, FIFPRO, vakti athygli á stöðu leikmannsins og kallaði eftir því að leikmaðurinn verði látinn laus. „FIFPRO er í áfalli og misboðið yfir fréttum af því að atvinnuknattspyrnumaðurinn standi frammi fyrir dauðarefsingu í Íran eftir að hafa barist fyrir réttindum kvenna og almenni frelsi í landinu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á samfélagsmiðlum. FIFPRO is shocked and sickened by reports that professional footballer Amir Nasr-Azadani faces execution in Iran after campaigning for women s rights and basic freedom in his country. We stand in solidarity with Amir and call for the immediate removal of his punishment. pic.twitter.com/vPuylCS2ph— FIFPRO (@FIFPRO) December 12, 2022 „Við stöndum sameinuð með Amir og köllum eftir tafarlausri brottnámi refsingarinnar.“ Þúsundir manna hafa mótmælt núverandi stjórnarfari í Íran svo vikum skipti eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Þingheimur hefur hvatt dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. Írönsk stjórnvöld vilja að þeir verði kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Stop the executions of innocent Iranians protesting for basic freedoms & women's rights.A former footballer is among those being executed.'Nasr-Azadani s family have been repeatedly "threatened" by the Islamic Republic s security forces #MahsaAmini https://t.co/LVQx7wVznj— Craig Foster (@Craig_Foster) December 12, 2022 Nasr-Azadani er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með írönsku félögunum Rah-Ahan, Tractor og Gol-e Rayhan á sínum ferli. Samkvæmt frétt IranWire þá kom Nasr-Azadani ásamt tveimur öðrum fram í írönsku sjónvarpi þar sem þeir voru látnir lesa þvingaða játningu. Búist er við því að íranska dómskerfið dæmi Nasr-Azadani til dauða með hengingu en hann er ásakaður fyrir að bera ábyrgð á dauða ofurstans Esmaeil Cheraghi og tveggja meðlima í Basij hernum. Mótmælaalda í Íran Íran Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira
Alþjóðasamband atvinnuknattspyrnumanna, FIFPRO, vakti athygli á stöðu leikmannsins og kallaði eftir því að leikmaðurinn verði látinn laus. „FIFPRO er í áfalli og misboðið yfir fréttum af því að atvinnuknattspyrnumaðurinn standi frammi fyrir dauðarefsingu í Íran eftir að hafa barist fyrir réttindum kvenna og almenni frelsi í landinu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á samfélagsmiðlum. FIFPRO is shocked and sickened by reports that professional footballer Amir Nasr-Azadani faces execution in Iran after campaigning for women s rights and basic freedom in his country. We stand in solidarity with Amir and call for the immediate removal of his punishment. pic.twitter.com/vPuylCS2ph— FIFPRO (@FIFPRO) December 12, 2022 „Við stöndum sameinuð með Amir og köllum eftir tafarlausri brottnámi refsingarinnar.“ Þúsundir manna hafa mótmælt núverandi stjórnarfari í Íran svo vikum skipti eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Þingheimur hefur hvatt dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. Írönsk stjórnvöld vilja að þeir verði kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Stop the executions of innocent Iranians protesting for basic freedoms & women's rights.A former footballer is among those being executed.'Nasr-Azadani s family have been repeatedly "threatened" by the Islamic Republic s security forces #MahsaAmini https://t.co/LVQx7wVznj— Craig Foster (@Craig_Foster) December 12, 2022 Nasr-Azadani er 26 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað með írönsku félögunum Rah-Ahan, Tractor og Gol-e Rayhan á sínum ferli. Samkvæmt frétt IranWire þá kom Nasr-Azadani ásamt tveimur öðrum fram í írönsku sjónvarpi þar sem þeir voru látnir lesa þvingaða játningu. Búist er við því að íranska dómskerfið dæmi Nasr-Azadani til dauða með hengingu en hann er ásakaður fyrir að bera ábyrgð á dauða ofurstans Esmaeil Cheraghi og tveggja meðlima í Basij hernum.
Mótmælaalda í Íran Íran Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira