Okkur er ekki sama – saman gegn ofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:01 Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun