Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 19:01 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. David Davies/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Jadon Sancho var ekki hluti af enska landsliðshópnum sem fór til Katar þar sem HM í fótbolta fór fram. Á svipuðum tíma og HM fór af stað bárust fregnir af því að Sancho væri við æfingar í Hollandi. Athygli vakti að Guy Smit, markvörður Vals, var með Sancho á æfingum. Það vakti hins vegar enn meiri athygli þegar Ten Hag fór með þá leikmenn sem ekki voru á HM til Spánar þar sem undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins fór fram. Sancho var hins vegar áfram í Hollandi og hefur ekki enn hafið æfingar með liðnu. Ten Hag segir að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi. Ten Hag hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann varð stjóri Man United.Vísir/Getty „Við sáum hann ekki í síðustu leikjum [fyrir hléið] þar sem líkamlegt ásigkomulag hans var ekki upp á sitt besta. Hann er nú með einstaklings plan og við vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst. Ég get þó ekki staðfest hvenær hann mun hefja æfingar með liðinu að nýju,“ sagði Ten Hag við blaðamenn. „Þegar deildin hófst þá átti hann nokkra góða leiki en eftir það spilaði hann ekki jafn vel. Stundum veit maður ekki hver ástæðan er. Þetta er blanda af bæði líkamlegu og andlegu. Við erum að vina í þessum málum til að hann geti aftur verið upp á sitt besta.“ Sancho hefur tekið þátt í 14 leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann kostaði Man United 73 milljónir punda sumarið 2021 en átti erfitt fyrsta tímabil þar sem liðið náði aldrei neinu flugi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick. Sancho's touch, turn & finish... @Sanchooo10 | @ManUtd | #UEL pic.twitter.com/43SqwekEo1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) December 14, 2022 Manchester United mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í deildarbikarnum þann 21. desember næstkomandi áður en liðið tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni sex dögum síðar, 27. desember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira