Völva Seinni bylgjunnar: „Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 22:30 Jóhann Gunnar fær upplýsingar frá Völvunni og Logi Geirsson skemmtir sér konunglega. Seinni bylgjan Það gerðist margt og mikið í jólaþætti Seinni bylgjunnar. Jóhann Gunnar Einarsson, Jói Kling, mætti á svæðið og spáði fyrir um hvað myndi gerast í Olís deild karla eftir áramót. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, nefndi að hann hefði unnið með Siggu Kling áður og gaf því Jóhanni Gunnari viðurnefni Jói Kling. Téður Jóhann var lengi að koma sér í stellingar en náði á endanum að losa bindið, sem gæti hafa truflað spádómshæfileikana, og bað svo um þögn í salinn. „Heyrðu Völva, kemur Erlingur í viðtal við okkur eftir áramót,“ spurði Stefán Árni en fékk engin svör áður en hann sagði einfaldlega: „Þetta er framtíðarspá Jóhanns Gunnars, gjörið svo vel.“ Hörður „Þögn í salinn, ég er að tengja ég er að tengja. Hörður kemur til mín fyrst, ég fæ fallbeygingu. Fólk kann ekki að fallbeygja: Hörður um Hörð frá Herði til Harðar. Svo fæ ég enskar árstíðir: summer, winter, fall og spring. Jólalag kemur til mín: Snjókorn falla á allt og alla. Svo kemur allt í einu Fallen, myndin með Denzel Washington.“ „Heyrðu já ég er búinn að setja þetta saman; þeir eru að fara falla. Vinna samt sinn fyrsta leik en sé ekki á móti hverjum,“ „Þetta bara kemur svona til þín,“ sagði Stefán Árni hlæjandi. ÍR „Verða enn betri eftir áramót en munu bara fá fimm stig. Enda því með 10 stig, það mun ekki duga til að bjarga sér frá falli. Bjarni skiptir um gír í bókaskrifum, skrifar bók sem mun heita Því ég gekk á vatni og gerði kraftaverk með ÍR. Hún mun ekki seljast vel. Þeir munu reyna að fá gamla ÍR-inga til sín. Það fer enginn í ÍR. Þeir falla.“ KA „KA lendir í meiðslavandræðum og reyna að kalla gamla stjörnu til sín, Gulla Arnars. Hann snýr sig á ökkla á æfingu því hann er of þungur. Þeir hringja í Sverre Andreas Jakobsen til að loka vörninni. Hann segir Nei; ég reima ekki á mig skónna fyrir minna en 300 þúsund kall. Munið þið ekki að ég er silfurdrengur segir hann. Svo hringja þeir í Ingimund Ingimundarson en hann vill ekki að flytja aftur norður og finnst leiðinlegt að moka.“ „Einar Rafn skorar aftur 17 mörk, sé ekki á móti hverjum. Bruno verður með 35 prósent markvörslu og lendir í slag við áhorfenda því einhver syngur lagið We don´t talk about Bruno og hann kýlir hann og segir „Ég er kominn með ógeð á þessu.“ Gróttu „Grótta mun bæta við sig dönskum leikmanni. Ég er með nafnið á honum, annað hvort Dennis Dick eða Lasse Lim. Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina. Detta út í síðasta leik, þjálfarinn brjálast og fær þriggja leikja bann … nei bíddu þetta er Völvan frá því í fyrra. En þeir komast ekki í úrslitakeppnina.“ Hér að neðan má sjá stórskemmtilega Völvuspá Jóhanns Gunnars sem og viðbrögð þeirra Stefáns Árna, Loga Geirssonar og Þorgríms Smára Ólafssonar Klippa: Seinni bylgjan: Völvuspá Jóhanns Gunnars Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, nefndi að hann hefði unnið með Siggu Kling áður og gaf því Jóhanni Gunnari viðurnefni Jói Kling. Téður Jóhann var lengi að koma sér í stellingar en náði á endanum að losa bindið, sem gæti hafa truflað spádómshæfileikana, og bað svo um þögn í salinn. „Heyrðu Völva, kemur Erlingur í viðtal við okkur eftir áramót,“ spurði Stefán Árni en fékk engin svör áður en hann sagði einfaldlega: „Þetta er framtíðarspá Jóhanns Gunnars, gjörið svo vel.“ Hörður „Þögn í salinn, ég er að tengja ég er að tengja. Hörður kemur til mín fyrst, ég fæ fallbeygingu. Fólk kann ekki að fallbeygja: Hörður um Hörð frá Herði til Harðar. Svo fæ ég enskar árstíðir: summer, winter, fall og spring. Jólalag kemur til mín: Snjókorn falla á allt og alla. Svo kemur allt í einu Fallen, myndin með Denzel Washington.“ „Heyrðu já ég er búinn að setja þetta saman; þeir eru að fara falla. Vinna samt sinn fyrsta leik en sé ekki á móti hverjum,“ „Þetta bara kemur svona til þín,“ sagði Stefán Árni hlæjandi. ÍR „Verða enn betri eftir áramót en munu bara fá fimm stig. Enda því með 10 stig, það mun ekki duga til að bjarga sér frá falli. Bjarni skiptir um gír í bókaskrifum, skrifar bók sem mun heita Því ég gekk á vatni og gerði kraftaverk með ÍR. Hún mun ekki seljast vel. Þeir munu reyna að fá gamla ÍR-inga til sín. Það fer enginn í ÍR. Þeir falla.“ KA „KA lendir í meiðslavandræðum og reyna að kalla gamla stjörnu til sín, Gulla Arnars. Hann snýr sig á ökkla á æfingu því hann er of þungur. Þeir hringja í Sverre Andreas Jakobsen til að loka vörninni. Hann segir Nei; ég reima ekki á mig skónna fyrir minna en 300 þúsund kall. Munið þið ekki að ég er silfurdrengur segir hann. Svo hringja þeir í Ingimund Ingimundarson en hann vill ekki að flytja aftur norður og finnst leiðinlegt að moka.“ „Einar Rafn skorar aftur 17 mörk, sé ekki á móti hverjum. Bruno verður með 35 prósent markvörslu og lendir í slag við áhorfenda því einhver syngur lagið We don´t talk about Bruno og hann kýlir hann og segir „Ég er kominn með ógeð á þessu.“ Gróttu „Grótta mun bæta við sig dönskum leikmanni. Ég er með nafnið á honum, annað hvort Dennis Dick eða Lasse Lim. Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina. Detta út í síðasta leik, þjálfarinn brjálast og fær þriggja leikja bann … nei bíddu þetta er Völvan frá því í fyrra. En þeir komast ekki í úrslitakeppnina.“ Hér að neðan má sjá stórskemmtilega Völvuspá Jóhanns Gunnars sem og viðbrögð þeirra Stefáns Árna, Loga Geirssonar og Þorgríms Smára Ólafssonar Klippa: Seinni bylgjan: Völvuspá Jóhanns Gunnars
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira