Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:53 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fær það verkefni að útfæra viðbótarstyrk við einkarekna fjölmiðla sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira