Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2022 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. Eftir að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins, iðn- og tæknimanna og verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins lágu fyrir kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sínar í tengslum við samningana á fréttamannafundi á mánudag. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun sakaði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðtoga stjórnarflokkanna um blekkingar á þeim fundi varðandi hækkun barnabóta upp á fimm milljarða króna. „Ég hrósaði ríkisstjórn að þessu tilefni. Nú vil ég draga þetta hrós til baka og lýsa yfir vonbrigðum með framkomu hæstvirts forsætisráðherra í þessu máli. Því komið hefur á daginn að þessi aukning upp á fimm milljarða er í raun aukning upp á tvo milljarða. Miðað við þá fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor, það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í haust og frumvarpið eins og það liggur fyrir Alþingi eftir breytingar,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefði fyrir skemmstu lagt fram tillögur um hækkun barnabóta upp á þrjá milljarða á næsta ári en dregið þær til baka eftir kynningu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar ljóst væri að hækkunin yrði ekki fimm heldur tveir milljarðar muni flokkurinn leggja fram breytingartillögu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. „Svona bókhaldsblekkingar draga úr trausti. Ég vil taka það fram að svona stjórnmál eru mér ekki að skapi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Boðar kerfisbreytingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði engar blekkingar hefðu átt sér stað. Verið væri að boða kerfisbreytingu á barnabótakerfinu sem hækkuðu framlög til barnabóta um fimm milljarða á næstu tveimur árum en ella hefði orðið miðað við núverandi fjárhæðir og skerðingarmörk. Tvö þúsund fleiri fengju barnabætur á næsta ári og níu hundruð til viðbótar vegna verðlagsuppfærslu kerfisins. „Þannig að hér er ekki um neinn blekkingarleik að ræða. Hér er hins vegar um að ræða kerfisbreytingu sem hefur verið kallað eftir. Meðal annars í flokki háttvirts þingmanns, sem er að barnabótakerfið nái til fleiri fjölskyldna en áður,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Gerði einnig athugasemdir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði einnig athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Barnabótakerfið væri þannig upp byggt að það þyrfti að uppfæra það á hverju ár annars myndi það smátt og smátt þurrkast út. Þá hefðu stjórnvöld áður en til kjarasamningar lágu fyrir lofað að barnabætur yrðu 16 milljarðar á næsta ári en ekki 14,6 milljarðar í heildina eins og nú væri boðað. „Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort sé heiðarlegri og nákvæmari framsetning á þessari kerfisbreytingu barnabóta að það sé verið að hækka barnabætur um fimm milljarða eða hvort það sé tæplega verið að standa við fyrri loforð,“ sagði Björn Leví. Forsætisráðherra sagði það sérstaka ákvörðun á hverju ári hvort skerðingarmörk barnabóta verði uppfærð. Það væru dæmi þess að mörkin hefðu ekki verið uppfærð. Þá hefði fækkað í hópi þeirra sem ættu rétt á bótum en ekki fjölgað eins og nú. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16 „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Eftir að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins, iðn- og tæknimanna og verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins lágu fyrir kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sínar í tengslum við samningana á fréttamannafundi á mánudag. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun sakaði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðtoga stjórnarflokkanna um blekkingar á þeim fundi varðandi hækkun barnabóta upp á fimm milljarða króna. „Ég hrósaði ríkisstjórn að þessu tilefni. Nú vil ég draga þetta hrós til baka og lýsa yfir vonbrigðum með framkomu hæstvirts forsætisráðherra í þessu máli. Því komið hefur á daginn að þessi aukning upp á fimm milljarða er í raun aukning upp á tvo milljarða. Miðað við þá fjármálaáætlun sem samþykkt var í vor, það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í haust og frumvarpið eins og það liggur fyrir Alþingi eftir breytingar,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefði fyrir skemmstu lagt fram tillögur um hækkun barnabóta upp á þrjá milljarða á næsta ári en dregið þær til baka eftir kynningu ríkisstjórnarinnar. Nú þegar ljóst væri að hækkunin yrði ekki fimm heldur tveir milljarðar muni flokkurinn leggja fram breytingartillögu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. „Svona bókhaldsblekkingar draga úr trausti. Ég vil taka það fram að svona stjórnmál eru mér ekki að skapi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Boðar kerfisbreytingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði engar blekkingar hefðu átt sér stað. Verið væri að boða kerfisbreytingu á barnabótakerfinu sem hækkuðu framlög til barnabóta um fimm milljarða á næstu tveimur árum en ella hefði orðið miðað við núverandi fjárhæðir og skerðingarmörk. Tvö þúsund fleiri fengju barnabætur á næsta ári og níu hundruð til viðbótar vegna verðlagsuppfærslu kerfisins. „Þannig að hér er ekki um neinn blekkingarleik að ræða. Hér er hins vegar um að ræða kerfisbreytingu sem hefur verið kallað eftir. Meðal annars í flokki háttvirts þingmanns, sem er að barnabótakerfið nái til fleiri fjölskyldna en áður,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Gerði einnig athugasemdir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði einnig athugasemdir við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Barnabótakerfið væri þannig upp byggt að það þyrfti að uppfæra það á hverju ár annars myndi það smátt og smátt þurrkast út. Þá hefðu stjórnvöld áður en til kjarasamningar lágu fyrir lofað að barnabætur yrðu 16 milljarðar á næsta ári en ekki 14,6 milljarðar í heildina eins og nú væri boðað. „Mig langar því að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort sé heiðarlegri og nákvæmari framsetning á þessari kerfisbreytingu barnabóta að það sé verið að hækka barnabætur um fimm milljarða eða hvort það sé tæplega verið að standa við fyrri loforð,“ sagði Björn Leví. Forsætisráðherra sagði það sérstaka ákvörðun á hverju ári hvort skerðingarmörk barnabóta verði uppfærð. Það væru dæmi þess að mörkin hefðu ekki verið uppfærð. Þá hefði fækkað í hópi þeirra sem ættu rétt á bótum en ekki fjölgað eins og nú.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16 „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta. 13. desember 2022 16:16
„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21