Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 15:30 Sprengjunni var kastað í íbúðina klukkan eitt í nótt. Myndin er frá vettvangi í Hraunbæ stuttu eftir að árásin var framin. Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44