Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. desember 2022 23:59 María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4. N4 Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun. Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun.
Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06