Dómur fyrir íkveikju á Akureyri lítillega mildaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:12 Jarðhæð hússins var ónýt eftir brunann og komst eldurinn upp á aðra hæð hússins áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur dæmt Kristófer Örn Sigurðarson í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Um er að ræða mildun sem nemur þremur mánuðum frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Kristófer var dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega. Dómurinn í Landsrétti verður birtur á vef réttarins klukkan 15:30. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Kristófer var dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega. Dómurinn í Landsrétti verður birtur á vef réttarins klukkan 15:30.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16. nóvember 2021 14:48