Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:32 Svona gæti höfuðborgin litið út í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“ Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“
Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35
Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22