Sara Líf segir Sævald hafa snert leikmenn á óviðeigandi hátt Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 14:51 Sævaldur Bjarnason er margreyndur körfuboltaþjálfari. Vísir/Vilhelm Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu. Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti