Blés snjó af einni gangstétt yfir á aðra Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 00:02 Snjórinn fór af einni gangstétt yfir á aðra. Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun. Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun.
Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira