Andskotans fokking fokk Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2022 09:31 Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun